Við höfum tengt besta fólkið við bestu fyrirtækin í yfir 20 ár, sem þýðir að við þekkjum hvað einkennir farsælt ráðningarsamband. Árangur samstarfsaðila er okkar velgengni, svo við leggjum ávallt gríðarlega hart að okkur.
Hér eru störf sem við getum sagt þér frá, en svo erum við oft að leita eftir fólki í störf sem eru ekki auglýst. Ef þú ert að leita að starfi eða hugsa þér til hreyfings, láttu okkur vita af þér og skráðu þig hérna.
Þegar þú skráir þig og sendir okkur ferilskrána þína þá metum við þinn bakgrunn, bæði menntun og starfsferil, útfrá þeim störfum sem við erum að ráða í og eru ekki auglýst.
Takk fyrir að treysta okkur fyrir framhaldinu, mundu bara að þetta getur tekið tíma.
Stór þáttur í að kynna sig og koma sér á framfæri er að setja upp greinargóða og vandaða ferilskrá ásamt kynningarbréfi sem svarar þeim hæfniskröfum sem settar eru fram í auglýsingu, ef svo ber undir.
Að gera góða ferilskrá tekur tíma, þetta er ekki skjal sem þú hendir saman á nokkrum klukkutímum eða tveimur dögum. Vandaðu þig, það mun skila árangri. Mikilvægt er að ferilskráin sé vel unnin og er hæfileg lengd á ferilskrá 1–2 blaðsíður.
Það sem koma þarf fram í ferilskrá er eftirfarandi:
Það sem ber að varast:
Kynningarbréf er ítarlegra og persónulegra en ferilskráin. Vel uppbyggt kynningarbréf á að vekja áhuga á að skoða viðkomandi nánar. Hvernig stendur þú út úr hópnum sem er verið að skoða, af hverju ætti ég að ráða þig? Markmið kynningarbréfs er að gefa til kynna hversu vel þú uppfyllir hæfniskröfur.
Það sem þarf að koma fram í kynningarbréfi:
Það sem ber að varast:
Áður en farið er í atvinnuviðtal er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:
Skoðaðu vel þær hæfnikröfur sem gerðar eru til starfsins. Vertu tilbúin/nn að svara með dæmum þegar þú ert spurð/ur um reynslu, hvort sem er af hlutlægum eða huglægum þáttum.
Dæmi um uppbyggingu spurninga:
Í viðtölum er leitast eftir svörum með dæmum af reynslu, hvort sem er úr vinnuumhverfi, skóla eða sjálfboðastarfi.
Þegar þú svarar spurningum, hafðu það í huga að svar þitt sé vel upp byggt, þ.e. að lýsing þín hafi upphaf, miðju og endi. Leggðu áherslu á að lýsa aðstæðum sem þú varst í, hvert þitt hlutverk var, hver var aðgerðin eða ákvarðanir sem þú tókst og að lokum hver niðurstaðan eða útkoman var. Mikilvægt er að þarna komi skýrt fram hvert þitt framlag var, notaðu orðið „ég“ en ekki „við“ þegar þú lýsir aðgerðum.
Það er mikilvægt að gefa nákvæm, skýr og heiðarleg svör.
Spurningar sem þú getur spurt um í viðtali:
Gangi þér vel!