vinnvinn

sam­starfs­aðilar

Facet5

Facet5 er þekkt um allan heim sem matstæki til að nota í ráðningum og til að nota í sjálfs­þekkingu og þróun einstaklinga og teyma. Facet5 er “Big 5” þátta persónu­leika­módel, líkt eins og SHL, sem gerir stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja kleift að skilja hvernig fólk er mismunandi í hegðun, hvatningu og viðhorfi.

Rannsóknir benda til þess að fimm þættir séu nú skilgreindir sem grundvallaratriði í persónuleika. Facet5 mælir þessa fimm þætti og gefur nákvæma og auðskiljanlega mynd af einstökum mun á hegðun. Einnig fæst nákvæm sundurliðun þessara fimm þátta í 13 undirþætti.

Sjá nánar á www.facet5global.com.

SHL

Við höfum notað próf frá SHL í u.þ.b. 20 ár. Þau hafa reynst vel, og eru sérstaklega hönnuð til að meta hugræna færni eða eiginleika sem tiltekið starf krefst. Hugræn færni er það að geta rökrætt, hugsað og leyst vandamál, en eiginleikar eru þættir eins og sannfæring, nákvæmni og árangursdrifni. Niðurstöður prófa má nota til að sjá með skýrum hætti hvort samræmi sé milli þess sem starfið krefst og þeirrar færni eða eiginleika sem umsækjandi eða starfsfólk býr yfir.

Hjá SHL eru til próf sem meta stjórnunarhæfni, rökhugsun, talnagleggni, áreiðanleika og öryggisvitund ásamt prófum sem meta sértæka færni eins og ákveðin forritunarmál.

Sjá nánar á www.shl.com.

Valcon

Valcon er alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki með skandinavískar rætur og eru höfuðstöðvarnar í Danmörku. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og er leiðandi í Evrópu innan rekstrar­stjórnunar. Valcon leitast alltaf við að skapa verðmæti á sífellt flóknari mörkuðum sem taka stöðugum breytingum, og vinnur með fyrirtækjum sem viðurkenna þessi skilyrði og takast á við verkefnin af miklum metnaði. Lausnin er að tengja saman stefnu og rekstur með því að einblína ekki aðeins á HVERS VEGNA og HVAÐ heldur einnig HVERNIG. Hjá Valcon starfa u.þ.b. 300 starfsmenn í verkefnum í yfir 40 löndum. Valcon hefur verið með starfsemi á Íslandi síðan 2012 og unnið með mörgum stærstu fyrirtækjum landsins.

Sjá nánar á www.valcon.com.